Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Hert eftirlit með Jóhönnu

23.03.2012 - 11:12
Mynd með færslu
 Mynd:
Eftirlit með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, hefur verið hert. Fréttastofa greindi frá því í morgun að lífverðir gæta líka Steingríms J. Sigfússonar og Ögmundar Jónassonar. Þá er gæsla við heimili þeirra allan sólarhringinn.

Lífverðir fylgja Jóhönnu hins vegar ekki eftir eins og ranglega var sagt hér á ruv.is fyrr í morgun.

Ekki fæst uppgefið hvers vegna eftirlit með Jóhönnu hefur verið hert né hvers vegna lífverðir fylgja Steingrími og Ögmundi.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki langt síðan að ríkislögreglustjóraembættið sá ástæðu til að herða gæslu í námunda við ráðherrana þrjá. Einhverjir hafa sett það í samhengi við sprengju sem sprakk við stjórnarráðið í lok janúar. Fréttastofa hefur ekki fengið það staðfest. 

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vildi ekki ljóstra upp um ástæðu gæslunnar þegar hann fór af ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá fylgdu honum þrír óeinkennisklæddir lífverðir.