Herinn enn sakaður um mannréttindabrot

11.02.2019 - 09:05
Mynd með færslu
Þúsundir manna hafa hrökklast frá heimkynnum sínum vegna bardaga hersins og skæruliða. Mynd:
Mannréttindasamtökin Amnesty International saka herinn í Mjanmar um gróf mannréttindabrot í aðgerðum gegn Arakan-hernum, skæruliðasamtökum sem berjast fyrir aukinni sjálfstjórn í Rakhine-héraði.

Arakan-herinn var stofnaður fyrir tíu árum og hefur haft sig talsvert í frammi undanfarin ár, en aðgerðir hersins gegn skæruliðum færðust í aukana í Rakhine eftir að herinn hafði hrakið hundruð þúsunda Róhingja yfir landamærin til Bangladess.

Upp úr sauð í síðasta mánuði þegar skæruliðar réðust á varðstöð hersins og þrettán hermenn féllu.

Að sögn Amnesty International hefur herinn gert stórskotaliðsárásir á þorp og bæi í Rakhine og takmarkað matvælaflutninga til íbúa héraðinu. Þúsundir hafi hrökklast frá heimkynnum sínum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi