Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Héraðsverk og MVA buðu lægst í Berufjarðarbotn

21.06.2017 - 18:12
Mynd með færslu
 Mynd: Svavar Pétur Eysteinsson - Berufjarðjarbotn
Héraðsverk og MVA á Egilsstöðum buðu lægst í nýjan veg um Berufjarðarbotn en tilboð voru opnuð í gær. Þau buðu tæpar 843 milljónir sem er rúmum 35 milljónum yfir kostnaðaráætlun.

Næstlægsta boð var frá Suðurverki en var rúmum 113 milljónum yfir áætlun. Verkið felur í sér tæplega 5 kílómetra langan veg um Berufjarðarbotn, þar af 1 kílómetra um sjávarvog ásamt 50 metra langri brú. Nú þarf Vegagerðin að fara nánar yfir tilboðin en framkvæmdinni skal vera lokið 1. september á næsta ári.