Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Héraðslista tókst að manna efstu sæti

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Aðalfundur Héraðslistans á Fljótsdalshéraði felldi á laugardag tillögu stjórnar um að listinn myndi ekki bjóða fram í kosningunum í næsta mánuði. Stjórnin lagði til að listinn drægi sig í hlé þar sem ekki hafði tekist að manna efstu sæti, en Héraðslistinn á tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Aðalfundurinn ákvað hins vegar að í stað þess að gefast upp á leitinni skyldi skipuð uppstillingarnefnd sem ynni að því að manna listann.

Sigrún Blöndal, fráfarandi oddviti listans, segir að nefndinni hafi nú tekist að manna efstu sætin og því sé ljóst að listinn fari fram. Í tilkynningu segir að eftir að tilkynnt var að lagt yrði til að listinn færi ekki fram hafi fjölmargir haft sambandi við stjórn listans og lýst yfir áhyggjum af þeirri þróun mála.

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV