Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Hent úr búðum vegna ákvörðunar borgarinnar

19.09.2015 - 08:49
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV/einstokbeer.com - RÚV
Íslenski bjórinn Einstök hefur verið tekinn úr sölu í matvöruverslanakeðju á austurströnd Bandaríkjanna. Ástæðan er samþykkt Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael vegna mannréttindabrota.

Frá þessu er greint á MBL. Guðjón Guðmundsson framkvæmdarstjóra fyrirtækisins, segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hafi eytt miklum tíma og fjármunum í markaðssetningu erlendis og náð góðum árangri í Bandaríkjunum. Er bjórinn til dæmis seldur á dælu í Epcot Disney-garðinum í Flórída. Kom hann í stað Bud Light sem er einn mest seldi bjór Bandaríkjanna.

Guðjón segir ekki um lykilkúnna að ræða á Bandaríkjamarkaði en allir viðskiptavinir séu þó mikilvægir á nýjum markaði. Óttast sé að fleiri gætu fylgt í kjölfarið en hann segir fjölmarga viðskiptavini hafa haft samband vegna málsins.

Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagði ákvörðun borgarinnar fráleita í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hún hafi þegar skaðað viðskiptahagsmuni Íslands.

Þá sendi utanríkisráðuneytið frá sér tilkynningu í gær þess efnis að ákvörðunin væri ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands. 

Dagur B. Eggertsson sagði í kvöldfréttum í gær og í Speglinum sennilega hefði verið rétt að taka afdráttarlaust fram að um vörur frá hernumdum svæðum, ekki Ísrael í heild.