Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Helstu leiðir orðnar færar á Akureyri

30.11.2015 - 09:13
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Allar helstu leiðir og stofngötur eru nú orðnar færar innanbæjar á Akureyri. Verið ar að ljúka mokstri á strætisvagnaleiðum og eru strætisvagnar farnir að ganga.

Íbúargötur eru færar vel búnum bílum en að sögn Jóns Hansen, verkstjóra hjá Akureyrarbæ, er snjórinn laus í sér og engir skaflar.

Jón segir að áherslan næstu klukkutímana verði lögð á að bæta færð á aðalgötum og tengigötum. Að því loknu verði hugað að fjölbýlishúsagötum. Aðrar íbúðargötur og götur í úthverfum verði varla mokaðar fyrr en á morgun.

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV