Helmingur myndi kjósa Miðflokkinn aftur

06.12.2018 - 14:02
Mynd með færslu
 Mynd:
Hvorki Miðflokkurinn né Flokkur fólksins myndi koma manni inn á þing ef kosið væri nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu. Báðir flokkar mælast með innan við fimm prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast jafn stórir með á bilinu 19 og 20 prósent. VG og Píratar mælast álíka stórir með rétt innan við 15 prósenta fylgi og Viðreisn mælist með rúm 13 prósent. Þá mælist Framsóknarflokkurinn með tæp níu prósent. 

Könnun Maskínu bendir til þess að rúmlega 49 prósent þeirra sem kusu Miðflokkinn í síðustu kosningum myndu kjósa hann aftur og rúmlega 59 prósent þeirra sem kusu Flokk fólksins segjast myndu kjósa hann nú. Hlutfall þeirra sem segjast myndu kjósa VG aftur er álíka mikið eða um 61 prósent.

Könnun Maskínu var gerð dagana 30. nóvember til 3. desember, eða eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp. 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi