Helgi er fyrrverandi heimsmeistari í flokki aflimaðra, núverandi Evrópumeistari og heimsmethafi. Helgi keppir fyrstur Íslendinganna fimm, föstudaginn 9. september og þykir sigurstranglegur
„Maður er alveg forvitinn að vita hvað er í gangi hjá hinum og maður leitar þá uppi á samfélagsmiðlum og skoðar alveg hvað er í gangi en svo þegar stutt er í mót þá fara þeir að fela sig aðeins meira og maður á erfiðara með að komast í að skoða þá. Maður verður bara að vona það besta.“
Aldrei í eins góðu formi
„Ég set ekkert inn og passa mig á að deila ekki einu né neinu. Þannig að ég hef þetta bara fyrir mig og reyni svo að sýna mitt besta þegar ég mæti á staðinn. Ég held að ég sé í nokkuð góðu standi svona hvernig hlutirnir hafa þróast fyrir mig í sumar. Það hafa verið smávægileg meiðsli hér og þar og ég held ég hafi aldrei verið í eins góðu formi eins og núna. Þannig að það er bara að hitta á rétta daginn.“