Helgi Hrafn hættir á þingi

01.07.2016 - 07:05
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í þingkosningum í haust.

Hann ætlar þess í stað að beita sér í grasrótarstarfi Pírata á næsta kjörtímabili. Með þessari ákvörðun segist Helgi Hrafn vilja sýna í verki þá hugsjón sína að byggja brú milli þings og þjóðar. 

 

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi