Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Helgi Hjörvar kjörinn þingflokksformaður

Mynd með færslu
 Mynd:
Samfylkingin kaus nýja stjórn í þingflokki sínum um þrjú leytið í dag. Helgi Hjörvar var kjörinn þingflokksformaður, Oddný Harðardóttir varaformaður og Kristján Möller var kjörinn ritari. Þingflokkurinn hefur minnkað um meira en helming frá síðasta kjörtímabili.

Samfylkingin er nú með níu þingmenn en voru áður með tuttugu.  

Helgi hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum á tíu ára þingferli sínum sem þingmaður Reykvíkinga, gegndi embætti formanns  efnahags- og viðskiptanefndar frá 2011 og var þar áður formaður efnahags- og skattanefndar. Oddný tók sæti á þingi 2009, gegndi embætti formans fjárlaganefndar, var þingflokksformaður og gegndi embætti fjármála- og efnahagsráðherra. Kristján hefur setið á þingi síðan 1999, gegndi embætti Samgöngu- og  sveitarstjórnarráðherrra og var formaður atvinnuveganefndar á síðasta kjörtímabili.