Nýleg sýning Elínar hét Simulacra, sem mætti þýða sem myndir af einhverju eða eftirmyndir einhvers. Það felur í sér að færa eitthvað úr raunveruleikanum og yfir á annað form.
Strembið starf
„Ég held að myndlist hafi orðið fyrir valinu vegna þess að hún býður upp á svo marga möguleika. Það eru svo margir miðlar sem þú getur notfært þér,“ segir Elín, spurð að því hvort aðrar listgreinar en myndlist hafi nokkurn tímann komið til greina.