Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Heimurinn þarf ekki að vera í 90° vinklum

Mynd: Opnun / RÚV

Heimurinn þarf ekki að vera í 90° vinklum

22.03.2017 - 10:30

Höfundar

Myndlistarkonan Elín Hansdóttir er þekkt fyrir stórar innsetningar sem taka yfir allan sýningarsalinn og umbreyta honum. Hún spáir í fjarvídd, framhlið og bakhlið, ólík sjónarhorn og hikar ekki við að nota sjónhverfingar.
Mynd með færslu
 Mynd: i8

Nýleg sýning Elínar hét Simulacra, sem mætti þýða sem myndir af einhverju eða eftirmyndir einhvers. Það felur í sér að færa eitthvað úr raunveruleikanum og yfir á annað form.

Strembið starf

„Ég held að myndlist hafi orðið fyrir valinu vegna þess að hún býður upp á svo marga möguleika. Það eru svo margir miðlar sem þú getur notfært þér,“ segir Elín, spurð að því hvort aðrar listgreinar en myndlist hafi nokkurn tímann komið til greina.

Mynd með færslu
 Mynd: Opnun - RÚV

„Þegar ég kláraði menntaskóla ákvað ég að fara út í svona nám, svo bara leiðir eitt af öðru. Ég efast um að fólk sem fer í lögfræði viti nákvæmlega að það ætli að vera lögfræðingar að eilífu. Kannski verð ég garðyrkjumaður einhvern tímann seinna, ég veit það ekki. Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að ég fór út í þetta er að þetta er örugglega það erfiðasta sem ég get hugsað mér að gera. Þetta er rosaleg áskorun. Þetta er mjög strembið starf, en svakalega gaman náttúrulega.“

Rætt var við Elínu Hansdóttur myndlistarkonu í sjónvarpsþættinum Opnun. Í þáttunum verður opnað fyrir hugarheim 12 listamanna og boðið upp á þversnið af því sem er að gerast í íslenskri samtímamyndlist. Listamennirnir taka þátt í samsýningu sem opnar í Kling og Bang gallerí í Marshall-húsinu 29. apríl. Í þættinum var einnig rætt við Harald Jónsson.

Tengdar fréttir

Myndlist

Þversnið af íslenskri samtímamyndlist

Myndlist

Einfaldar tæknibrellur skapa undraheim

Myndlist

Elín hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Myndlist

Í leit að brothættasta punktinum