Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Heimsmet í Reykjavíkurmaraþoni

Mynd með færslu
 Mynd:

Heimsmet í Reykjavíkurmaraþoni

23.08.2014 - 15:40
Það voru ekki bara fjöldamörg þátttökumet og söfnunarmet sem féllu í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Belginn Kim de Roy, sem er afliðmaður fyrir neðan hné, kom í mark á tímanum 2:57:09 og setti þar með heimsmet í sínum fötlunarflokki. Fyrra met átti hinn kanadíski Rick Ball, 2:57:47.

Kim, sem er giftur íslenskri konu, er menntaður stoðtækjafræðingur og sjúkraþjálfari.