Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Heimir skammast sín fyrir Laugardalsvöll

epa05066777 (L-R) Iceland coaches Lars Lagerback and Heimir Hallgrimsson, Marcel Koller , the coach of Austria, Bernd Storck, the coach of Hungary and Portuguese coach Fernando Santos react during the UEFA EURO 2016 final draw ceremony at the Palais des
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson. Mynd: EPA - DPA

Heimir skammast sín fyrir Laugardalsvöll

03.01.2016 - 19:24
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu, skammast sín fyrir þá aðstöðu sem í boði er á Laugardalsvelli. Heimir greinir frá þessu í viðtali við tímaritið Áramót sem Viðskiptablaðið gefur út.

„Fyrir það fyrsta þá skammast maður sín alltaf fyrir hvern einasta landsleik,“ segir Heimir í viðtalinu og heldur áfram: „Ef við tökum bara búningsaðstöðuna þá er hún byggð fyrir tugum árum síðan þegar lið voru með hámark 16 leikmenn í hópnum hjá sér. Núna eru 23 leikmenn og hjá mörgum landsliðum eru jafn margir starfsmenn og leikmenn. Allur þessi hópur kemst ekki inni í þessa litlu búningsklefa.“

Heimir segir að hann hafi farið víða með landsliðinu og að aðstaðan á Laugardasvelli sé sú lang lélagasta: „Við getum ef til vill ekki borið okkur saman við stóru þjóðirnar, sem eiga fullt af peningum, en það er samt svolítið fúlt að lið sem spila jafnvel í 2. deildinni á Englandi séu með miklu betri aðstöðu en boðið er upp á á þjóðarleikvangi Íslands.“

Lesa má hluta úr viðtalinu við Heimi á vefsíðu Viðskiptablaðsins.