Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Heimildir til uppsagna nú þegar til staðar

24.09.2014 - 23:26
Mynd með færslu
 Mynd:
Lögfræðingur BSRB segir það ekki rétt að breyta þurfi lögum til að veita opinberum stofnunum aukna heimild til að segja fólki upp. Heimildirnar séu nú þegar til staðar.

Þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarsson og Vigdís Hauksdóttir vilja lagabreytingar þess efnis til að auka skilvirkni og hagræðingu innan stofnanna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, sagði í Sídegisútvarpinu á Rás 2 í dag að heimildir til uppsagna opinberra starfsmanna séu til staðar á grundvelli skipulagsbreytinga eða hagræðinga. 

„Að því leytinu til er þetta mjög sambærilegt þeim reglum sem gilda á almennum vinnumarkaði og raunverulega eina sem fylgir þá eftir eru þær skyldur sem hvíla á atvinnurekendum, bæði þá ríkisstofnunum og almennum vinnumarkaði, er að starfsmenn geta óskað eftir rökstuðningi í kjölfarið," sagði Sonja Ýr í viðtali við Sídegisútvarpið í dag.