Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Heimild til hvalveiða gefin út

13.12.2013 - 17:22
Mynd með færslu
 Mynd:
Leyft verður að veiða 229 hrefnur á landgrunnssvæðinu og 154 langreyðar á næsta ári samkvæmt ákvörðum Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Hann hefur gefið út heimild til hvalveiða til næstu fimm ára. Hann tók þessa ákvörðun í samráði við ríkisstjórnina og samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.  

Niðurstöður hvalatalninga sýna að um það bil 20.000 langreyðar og að minnsta kosti 30.000 hrefnur er að finna á stofnsvæðunum við Austur-Grænland og Ísland samkvæmt tilkynningu frá Atvinnuvegaráðuneytinu. Það aflamark sem mælt sé með sé minna en 1% af stofnstærð beggja tegunda, og vel innan þeirra marka sem almennt er miðað við að tryggi sjálfbærar veiðar úr hvalastofnum.