Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Heiðruð fyrir umhverfisvernd án ásetnings

08.04.2013 - 13:46
Mynd með færslu
 Mynd:
Finnsku umhverfisverndarsamtökin Dodo veittu Gæðakokkum úr Borgarnesi á dögunum viðurkenningu fyrir umhverfisvernd án ásetnings. Tilefnið eru nautakjötsbökur fyrirtækisins sem reyndust ekki innihalda neitt nautakjöt samkvæmt rannsókn Matvælastofnunar.

Forsvarsmenn finnsku umhverfisverndarsamtakanna sögðu að með verkum sínum hefur aðstandendur Gæðabaka afrekað tvennt. Í fyrsta lagi hefðu þeir dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum með því að hafa ekki nautakjöt í bökunum. Í öðru lagi hefðu þeir sýnt fram á að hægt væri að framleiða rétti úr soja og grænmeti sem kjötætum þætti allt eins jafn góðir og réttir framleiddir úr kjöti.

Í fyrra heiðruðu samtökin Eyjafjallajökul, vegna þess hversu mjög dró úr flugferðum á tímabili vegna eldgossins.