Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Hefur ekki trú á afrekum nýrrar ríksstjórnar

11.01.2017 - 12:30
Mynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson / RÚV
Gunnar Bragi Sveinsson, fráfarandi sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, segir það leggjast ágætlega í sig að fara aftur í þingið og vera í stjórnarandstöðu. „Ég verð brjálaður“ gantaðist Gunnar með á tröppunum á Bessastöðum þar sem ríkisstjórn Sigurðar Inga mætti á sinn síðasta ríkisráðsfund.

Gunnar Bragi hóf þetta kjörtímabil í utanríkisráðuneytinu. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi tók við færði Gunnar Bragi sig yfir í sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið þar sem hann hefur verið síðustu níu mánuði.

Gunnar Bragi sagðist vera þakklátur fyrir sinn tíma sem ráðherra og sagði það leggjast ágætlega í sig að fara aftur í þingið og vera í stjórnarandstöðu. Hann óskaði nýrri ríkisstjórn verlfarnarðar en „ég hef ekki mikla trú á því að hún afreki mikið.“

Ríkisráðsfundur með nýrri ríkisstjórn Bjarna Benedikssonar mætir á sinn fyrsta ríkisráðsfund klukkan 13:30 á Bessastöðum og í framhaldinu verða lyklaskipti í ráðuneytunum.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV