Hefur ekki áhyggjur af töfum hjá Landsneti

24.11.2016 - 15:52
Mynd með færslu
 Mynd: Rögnvaldur Már Helgason - RÚV
Yfirverkefnastjóri Þeistareykjavirkjunar, Valur Knútsson, hefur ekki áhyggjur töfum á framkvæmdum Landsnets við Kröflulínu 4 og Þeistareykjalínu 1. Ekki sé útlit fyrir annað en að prófanir á vélum Þeistareykjavirkjunar geti farið fram samkvæmt áætlun, og þar með prófun á línunum. Gert er ráð fyrir að þær verði næsta sumar.

„Við höfum farið yfir áætlanir Landsnets og samræmt við okkar. Eins og þetta lítur út núna, þá er þetta bara í fína lagi og ætti ekki að hafa áhrif hjá okkur. Það kemur svo í ljós hvernig framhaldið verður hjá Landsneti í vetur og hvernig vorið verður. Það mun hafa megináhrif á hvernig þessi mál þróast,“ segir Valur.

Smávægilegar tafir við byggingu Þeistareykjavirkjunar

Einhverjar tafir hafa orðið á byggingu Þeistareykjavirkjunar, en þó ekki afgerandi. Uppsetning fyrri vélasamstæðunnar hefst í janúar og segir Valur að byggingaráætlanir hafi gert ráð fyrir smávægilegum töfum. Verktakinn LNS Saga átti að afhenda stöðvarhúsið 30. nóvember en það mun ekki takast. „Einhver örlítil hliðrun á hluta hússins mun ekki hafa áhrif á prófanir eða afhendingu orku. Við erum að byggja á mjög erfiðum stað, veðufarslega. Það liggur ekki beint fyrir hve miklar tafirnar verða en uppsetning fyrri vélasamstæðunnar hefst í í janúar,“ segir Valur.

 

Rögnvaldur Már Helgason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi