Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Hefur dregið mjög úr gosinu í febrúar

20.02.2015 - 21:27
Mynd með færslu
 Mynd:
Það hefur dregið hratt úr gosinu í Holuhrauni í febrúar og eldsumbrotunum gæti lokið eftir nokkrar vikur, segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. Hann segir þó erfitt að segja nákvæmlega fyrir um það.

Magnús Tumi var gestur í Síðdegisútvarpinu á Rás 2. Þar sagði hann að hraðar hefði dregið úr gosinu á síðustu vikum, en áður. Haldi sú þróun áfram með svipuðum hætti, megi gera ráð fyrir að gosinu ljúki á nokkrum vikum. Það sé þó ekki loku fyrir það skotið að smá kvika komi inn dýpra að sem haldi gosinu gangandi mánuðum saman. Magnús Tumi bendir á að þessa dagana dragi úr jarðhræringunum, sigi, jarðskjálftum og gosinu sjálfu. Það séu góðar fréttir.