Hefja útreikning ólöglegra lána

02.11.2012 - 14:23
Mynd með færslu
 Mynd:
Arion banki ætlar að hefja endurútreikning um tvö þúsund ólögmætra gengistryggðra lána sambærilegum því sem Hæstiréttur dæmdi í síðasta mánuði ólöglegt í máli Borgarbyggðar gegn bankanum. Þá er miðað við að greitt hafi verið af lánunum samkvæmt upphaflegum skilmálum lánsins.

Þetta á hvort tveggja við um lán til einstaklinga og minni fyrirtækja þar sem fullnaðarkvittun um greiðslu á vöxtum og höfuðstólsafborgun liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að endurútreikningi þessara lána verði að mestu lokið og niðurstaðan aðgengileg í netbanka viðskiptavina Arion banka innan þriggja mánaða. Hæstaréttardómurinn kvað ekki upp úr um hvað skyldi gera í þeim tilfellum þar sem lántakendur hafa nýtt sér þau úrræði sem hafa verið í boði. Arion banki hefur þó ákveðið að endurreikna þau lán fram að þeim tíma sem lántakendur nýttu sér úrræðin.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi