Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Hefja á ný úðun gegn kókaplöntum

26.06.2018 - 23:40
A coca crop near the municipality of Briceno, north Antioquia, Colombia, 10 July 2016. The Colombian Post-Conflict Minister Rafael Pardo presented a pilot project to voluntarily substitute illicit crops in the region.
 Mynd: EPA - EFE
Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hefur tilkynnt að úðun akra þar sem kókaplöntur eru ræktaðar með gróðureyði verði hafin að nýju í landinu. Meira var framleitt af vímuefninu kókaíni, sem unnið er úr kókaplöntum, í Kólumbíu í fyrra en nokkru sinni áður.

Kólumbía er stærsti framleiðandi vímuefnisins í heiminum en 921 tonn af hreinu kókaíni voru flutt frá landinu í fyrra. Framleiðsla á kókaíni jókst um 19 prósent milli ára.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt yfirvöld í Kólumbíu harðlega fyrir vöxtinn í kókaínútflutningi og segja ástandið óásættanlegt.

Árið 2015 var úðun á kókaökrum hætt vegna ótta við að gróðureyðirinn sem notaður var til verksins, glyphosate, væri hættulegur mannfólki.

Santos, sem lætur af embætti í ágúst, segir að hafnar verði tilraunir með úðun með drónum á næstunni eftir að heilbrigðisyfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki skaðleg mannfólki ef magn glyphosate í úðanum væri minna.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV