„Það er þannig í dag að framleiðsla, sala og verðlagning á sauðfjárafurðum er frjáls á öllum stigum. Við teljum mikilvægt að inn í samninga komi einhvers konar verkfæri til þess að það sé hægt að bregðast við og greinin geti þá sjálf brugðist við með því að búa til hvata til að draga saman framleiðslu ef að ástandið er þannig,“ segir Oddný Steina.
Landssamband sauðfjárbænda átti fund með landbúnaðarráðherra um endurskoðun búvörusamninga fyrir helgi. Oddný segir að vilji sé fyrir því að fara í endurskoðun. „Það kom reyndar líka fram að það sé líklegt að það verði ekki í boði aðgerðir fyrir haustið, sem að þýðir breytingar á samningi. Það eru auðvitað ákveðin vonbrigði. Við höfum verið að horfa á leiðir sem að kalla á það en það er vilji til þess að setjast við samningaborðið og vonandi kemur eitthvað út úr því. En auðvitað hefðum við viljað að staðan væri orðin skýrari.“
Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Oddnýju í spilaranum hér fyrir ofan.