Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Hefðu viljað að tryggingagjald lækkaði meira

21.09.2018 - 15:12
Mynd með færslu
 Mynd: Samtök iðnaðarins
Samtök iðnaðarins lýsa yfir vonbrigðum með að í fjárlagafrumvarpinu skuli ekki vera gert ráð fyrir meiri lækkun tryggingagjalds. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum Iðnaðarins.

Reiknað er með að gjaldið skili rúmum 100 milljörðum króna á næsta ári sem er ríflega þremur milljörðum krónum meira en á þessu ári. Tryggingagjaldið skilar því, þrátt fyrir boðaða 0,25 prósentustiga lækkun, ríkissjóði meiri tekjum á næsta ári en á þessu ári.

Samtökin benda á að fyrir 2008 hafi tryggingagjaldið verið 5,34%. Eftir hrun var gjaldið hækkað í 8,65%, sem tímabundin aðgerð til að standa straum af skyndilegu atvinnuleysi sem skapaðist í efnahagsáfallinu. Nú þegar atvinnuleysið er lítið eigi þau rök sem notuð voru til að hækka gjaldið á sínum tíma ekki lengur við. 
 

alma's picture
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV