Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Hatursfull skemmdarverk á kirkjum Akureyrar

04.01.2017 - 08:50
Mynd: Sunna Valgerðardóttir / RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Svavar Alfreð Jónsson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir - RÚV
Ókvæðisorðum var úðað með svörtum úðabrúsa á fjórar kirkjur á Akureyri í nótt. Skemmdarverkin eru nú til rannsóknar hjá lögreglu. Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur, segist sleginn yfir aðkomunni að Akureyrarkirkju en útför er frá kirkjunni í dag og átti kistan að koma um ellefuleytið.

Svavar Alfreð birti myndir af skemmdarverkinu á Akureyrarkirkju á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir í samtali við fréttastofu að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem eitthvað svona er gert og rifjar upp að fyrir nokkru hafi verið reynt að kveikja í kirkjunni. Þá var eldfimum vökva skvett á útidyrahurð kirkjunnar og kveikt í. 

Úðað var á framhlið kirkjunnar og suðurhliðina en þær hliðar sjást ekki frá götunni. „Þetta hefur verið gert í skjóli nætur,“ segir Svavar en úðabrúsinn fannst við kirkjuna í morgun.

Þá hafi áður verið úðað á kirkjuna með svipuðum hætti en aldrei svona mikið. Engar eftirlitsmyndavélar eru á kirkjunni en Svavar segir að það hafi verið rætt, honum finnist það samt svolítið hart.

Svavar segir að kirkjuvörðurinn hafi strax í morgun sett sig í samband við lögreglu og tryggingarfélagið. Og menn þurfi að hafa ansi snör handtök til að koma kirkjunni í ásættanlegt horf fyrir jarðaförina í dag.

Uppfært kl 9:25: Í ljós hefur komið að einnig var úðað á Glerárkirkju og Hvítasunnukirkjuna. Á neðri hæð Glerárkirkju er leikskóli og krotað var á veggi sem eru inni á leikskólalóðinni, eins og sést á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í morgun. Sem fyrr segir er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu.

Uppfært kl. 9:46: Einnig var krotað á kaþólsku kirkjuna, Péturskirkju, við Eyrarlandsveg.

Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir - RÚV
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Rögnvaldur Már Helgason
Fréttastofa RÚV