Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Hattur Napóleons seldur á 44 milljónir

20.06.2018 - 05:48
epa06819084 An undated handout picture provided by De Baecque auction house on 18 June 2018 shows the hat of French emperor Napoleon Bonaparte, recovered on the battlefield of Waterloo by the captain of Holland Dragons. The hat goes under hammer on 18
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Hattur, sem franski herforinginn Napoleon Bonaparte er sagður hafa borið á höfði við orrustuna um Waterloo, seldist fyrir meira en 400 þúsund Bandaríkjadali á uppboði í Lyon í Frakklandi á dögunum. Kaupandinn er sagður evrópskur safnari samkvæmt heimildum CNN fréttastofunnar.

Hatturinn var seldur 203 árum upp á dag frá því her Napoleons tapaði orrustunni um Waterloo. Hatturinn er talinn einn um 120 einkennishatta sem hann bar á stjórnartíð sinni. Alls seldist hatturinn fyrir 405.212 dali, jafnvirði um 44 milljóna króna. Hann er þó langt í frá sá dýrasti úr safni leiðtogans, en sá var seldur suður-kóreskum safnara á uppboði árið 2014 fyrir 2,4 milljónir dala, jafnvirði nærri 260 milljóna króna.

Napóleon var sjálfskipaður keisari Frakklands frá 1804 til ársins 1815, með hléum. Eftir tapið í Waterloo 1815 var hann sendur í útlegð til St. Helenu, lengst suður í Atlantshafi, þar sem loks lést árið 1821.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV