Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Hátt settur bankamaður dæmdur í fangelsi

02.07.2018 - 14:25
Mynd með færslu
Dang Thanh Binh þótti hafa sýnt glæpsamlega vanrækslu í starfi. Mynd: YouTube
Fyrrverandi aðstoðarbankastjóri seðlabankans í Víetnam var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi yfir vanrækslu, sem kostaði ríkissjóð landsins jafnvirði hátt í 68 milljarða króna. Fjöldi bankamanna hefur hlotið dóma í Víetnam að undanförnu fyrir fjármálaglæpi af ýmsu tagi.

Aðstoðarbankastjórinn fyrrverandi, Dang Thanh Binh, er hæst settur bankamannanna sem hlotið hafa fangelsisdóma. Hann hafði yfirumsjón með endurskipulagningu á rekstri víetnamska einkabankans VNCB, en hirti ekki um að stöðva verkið þrátt fyrir að ríkið tapaði háum fjárhæðum. Þá tilkynnti hann stjórnvöldum í Hanoi ekki um tapið. Bankastjóri VNBC hefur verið dæmdur til þrjátíu ára fangelsisvistar fyrir sinn þátt í málinu.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV