Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Hatari: „Við erum smá confused“

Mynd:  / 

Hatari: „Við erum smá confused“

13.03.2019 - 19:08

Höfundar

Hljómsveitin Hatari var valin flytjandi ársins í poppi, rokki, rappi og raftónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum og notaði þakkarræðu sína í nokkuð óskýr pólitísk skilaboð.

Matthías Tryggvi Haraldsson lýsti því yfir að liðsmenn Hatara væru einlægir aðdáendur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, það væri hins vegar tímabært „að útskýra fyrir þjóðinni hvort að Ísland tilheyri þeim ríkjum sem kenna sig við algild mannréttindi, lýðræði og réttarríki. Við erum smá confused.“ Hatari keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og hafa undanfarið vakið athygli breskra miðla eins og BBC og Independent. Sjáið ræðu Hatara hér að ofan. 

Tengdar fréttir

Popptónlist

BBC hefur auga með Hatara

Tónlist

Hatari í Independent: Við erum bleiki fíllinn

Tónlist

Vilja að Hatara verði meinuð koma til Ísraels

Menningarefni

Hatarabörnin bíða spennt eftir öskudeginum