Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Harvey Weinstein er með Covid-19

23.03.2020 - 07:05
epa08314226 (FILE) Harvey Weinstein (C) departs New York State Supreme Court following a third of jury deliberation in his sexual assault trial in New York, New York, USA, 20 February 2020 (reissued 22 March 2020). According to reports, Harvey Weinstein was put in insolation after being tested positive for coronavirus COVID-19 in prison just days after staring serving his 23 years sentence for or rape and sexual assault.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn og kynferðisbrotamaðurinn Harvey Weinstein er með kórónuvírusinn. Talið er að hann hafi smitast í Wende-fangelsinu í New York þar sem hann er í einangrun.

Í frétt BBC kemur fram að tveir fangar í fangelsinu hafi greinst með veiruna í gær. Fjöldi starfsmanna hafi verið sendir í sóttkví. BBC hefur eftir nafnlausum heimildamanni að hann hafi talsverðar áhyggjur af því að starfsfólk fangelsisins skorti viðunandi hlífðarbúnað.

Weinstein var fyrr í mánuðinum dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir nauðgun og annað kynferðisofbeldi gegn nokkrum konum. Hann var sakfelldur fyrir afbrotin í síðasta mánuði.