Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Harry opnar sig um Megxit

epa08139584 (FILE) - Britain's Prince Harry and Meghan Markle visit Bath University, in Bath, Britain, 06 April 2018 (reissued 18 January 2020). Prince Harry and his wife Meghan, who in a statement on 08 January announced that they will step back as 'senior' royal family members and work to become financially independent, will no longer use their HRH titles, Buckingham Palace said in a statement on 18 January 2020. Media reports also state that the couple plans to pay back some 2.8 million euro which were payed by taxes for the renovation of their Cottage home in Britain.  EPA-EFE/NEIL MUNNS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Harry Bretaprins kveðst dapur yfir aðdraganda þess að hann og eiginkona hans Meghan Markle urðu að gefa eftir konunglega titla sína sem hertoginn og hertogaynjan af Sussex.

Harry tjáði sig í fyrsta sinn um viðskilnaðinn við konungsfjölskylduna í gær við stuðingsfólk góðgerðarsamtaka hans sem styður við ungmenni í Afríku með HIV veiruna. Hann birti ávarpið svo á Instagramsíðu hjónanna.

Hann segir að þau Meghan hafi vonast til þess að fá að þjóna drottningunni, samveldinu og hernum áfram án opinbers fjármagns. Því miður hafi það ekki staðið til boða, og þau því ekki átt annarra kosta völ en að láta af tign sinni.

Samkvæmt samkomulagi hjónanna við krúnuna eru þau svipt opinberum greiðslum. Þau urðu að greiða til baka jafnvirði nærri 400 milljóna króna sem fóru í endurbætur á Frogmore setrinu, sem átti að vera heimili þeirra nærri Windsor kastala. Eins varð Harry að skila tignum sem hann hlaut í hernum, auk bitlinga sem hann fékk fyrir að fara tvisvar til Afganistan með breska hernum.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

at tonight’s dinner for supporters of Sentebale in London Video © SussexRoyal

A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on

Harry sagðist bera mikla virðingu fyrir Elísabetu II drottningu. Það hafi verið sannur heiður að þjóna henni og þau hjónin ætli áfram að þjóna drottningunni í lífi sínu og störfum. „Ég á alltaf eftir að bera djúpa virðingu fyrir ömmu minni, æðsta yfirmanni mínum, og ég er henni ævinlega þakklátur sem og allri fjölskyldu minni fyrir þann stuðning sem þau hafa sýnt okkur Meghan síðustu mánuði," sagði Harry.

Einnig virtist Bretaprinsinn sýna nokkurn beyg yfir því að hefja nýtt líf utan konungshallarinnar. Þau Meghan verja næstu misserum í Kanada áður en þau ákveða hvort þau ætla að flytja til Bandaríkjanna eða annað. „Við rennum algjörlega blint í sjóinn, þakka ykkur fyrir að veita mér hugrekkið til að taka næsta skref," sagði Harry.