Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Harmar að hafa unnið með Woody Allen

11.01.2018 - 09:43
Greta Gerwig arrives at the 75th annual Golden Globe Awards at the Beverly Hilton Hotel on Sunday, Jan. 7, 2018, in Beverly Hills, Calif. (Photo by Jordan Strauss/Invision/AP)
Greta Gerwig við komuna til Golen Globe verðlaunahátíðarinnar á sunnudaginn var. Mynd: Jordan Strauss/Invision/AP  - Invision
Leikkonan og leikstjórinn Greta Gerwig segist sjá eftir því að hafa unnið með kvikmyndaleikstjóranum Woody Allen í kvikmynd hans „Ástfangin í Róm“, sem gerð var 2012. Hún segir að það hafi haft mikil áhrif á sig að lesa frásögn ættleiddrar dóttur Allens sem birt var í opnu bréfi um hvernig hannbeitti hana kynferðislegu ofbeldi.

Gerwig  segir að hefði hún vitað þá sem hún viti nú um Woody Allen hefði hún aldrei unnið með honum. Hún segir í viðtali við The New York Times að hún ætli aldrei að starfa með honum framar. Allen hefur neitað ásökununum.

Greta Gerwig er leikstjóri  kvikmyndarinnar „Ladybird“ sem nýlega fékk Golden Globe verðlaun sem besta söngva- og gamanmynd síðasta árs.

 

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV