Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Harma viðbrögð í máli ofbeldismanns

09.02.2018 - 17:21
epa06504945 (FILE) - Trump transition team member Rob Porter walks outside the Eisenhower Executive Office Building following meetings, at the White House complex in Washington, DC, USA, 13 January 2017 (reissued 08 February 2018). Porter had resigned on
Rob Porter. Mynd: EPA-EFE - EPA
Hvíta húsið harmar viðbrögð í máli Robs Porters, eins nánasta ráðgjafa Donalds Trumps, sem sakaður er um að hafa beitt tvær fyrrverandi eiginkonur sínar ofbeldi. Honum var sagt upp á miðvikudag.

„Við hefðum öll getað staðið okkur betur í þessari stöðu síðustu klukkustundir og daga,“ hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir Raj Shah, talsmanni Hvíta hússins.

Porter hefur starfað í Hvíta húsinu í eitt ár. Shah greindi fjölmiðlum frá því í gær að Porter hafi fengið öryggisheimild til bráðabirgða þegar hann hóf þar störf. Enn hafi verið í gangi rannsókn á bakgrunni hans. Fyrrum eiginkonur hans sögðu frá ofbeldinu þegar þær svöruðu spurningum FBI um bakgrunn Porters.

Starfsmannastjóri Hvíta hússins, John Kelly, segist ekki hafa heyrt af ofbeldinu fyrr en á miðvikudag þegar myndir af fyrrum eiginkonu Porters, með glóðarauga, voru birtar í fjölmiðlum.

Independent greinir frá því að Kelly í fyrstu hafi haldið uppi vörnum fyrir Porter en að þegar ásakanirnar urðu fleiri hafi hann ákveðið að segja honum upp. Porter sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hann neitaði ásökunum um ofbeldi.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir