Á hverju ári heldur Listasafn Reykjavíkur sýniningu á Kjarvalsstöðum þar sem farið er yfir feril starfandi listamanns. Í ár er röðin komin að Haraldi Jónssyni sem hefur verið að í tæp 30 ár.
Á mörkum hins venjulega og óvenjulega
„Við vorum með nokkra titla en Róf kom eiginlega af sjálfu sér,“ segir hann um titil sýningarinnar. „Það er náttúrulega litróf og stafróf og þessi upptalning, en það hefur líka þennan blæ, að vera á rófi. Hvenær er maður á rófi? Þegar er sagt: hann er nú dálítið spes. Það er minn vinnustaður, þetta svæði milli hins venjulega og óvenjulega.“