Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Hanna Birna kærð

10.01.2014 - 12:07
Mynd með færslu
 Mynd:
Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður, hefur lagt fram kæru fyrir hönd umbjóðanda síns, hælisleitandans Tonys Omos, á hendur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og öllum starfsmönnum ráðuneytisins vegna meints leka á trúnaðargögnum um Omos og barnsmóður hans.

Visir.is og Morgunblaðið nafngreindu konuna og fjölluðu um persónuleg málefni þeirra. Telur lögmaðurinn að lekinn hafi borist úr ráðuneytinu. DV greinir frá málinu í dag. Ráðherra lét gera sérstaka rannsókn vegna þessara ásakana. Hún leiddi í ljós að ekkert benti til þess að gögnum hefði verið lekið úr ráðuneytinu. 

 

Athugasemd: Í upphaflegu fréttinni stóð að Fréttablaðið hefði nafngreint fólkið. Það er ekki rétt, Fréttablaðið nafngreindi það ekki í sinni umfjöllun um málið heldur visir.is