Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Handtökur vegna árásar á hótel í Keníu

18.01.2019 - 14:19
Erlent · Afríka · hryðjuverk · Kenía
Mynd með færslu
 Mynd:
Ellefu eru í haldi lögreglunnar í Keníu vegna hryðjuverkaárásar á hótel í höfuðborginni Naíróbí á þriðjudag. Þá er konu leitað sem talið er að hafi smyglað vopnum frá Mombasa til borgarinnar. Hryðjuverkasamtökin al-Shabab hafa lýst árásinni á hendur sér. Þau segjast hafa verið að hefna þeirrar ákvörðunar Bandaríkjaforseta að flytja sendiráð landsins í Ísrael frá Tel Aviv til Jerúsalem.

Árásin stóð í hátt í tuttugu klukkustundir. 21 lét lífið auk fimm árásarmanna. Meðal þeirra sem féllu voru sextán kenískir ríkisborgarar, einn Bandaríkjamaður og einn Breti. Nítján er enn saknað eftir árásina, að sögn lögreglunnar í Naíróbí.