Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Handtekinn nálægt Hvíta húsinu

11.03.2017 - 17:42
A Secret Service agent stands on the North Lawn of the White House in Washington, Friday, May 20, 2016, after the White House was placed on security alert after shooting on street outside. (AP Photo/Andrew Harnik)
Vopnaður leyniþjónustumaður við Hvíta húsið. Mynd úr safni.  Mynd: AP
Leyniþjónustumenn sem vernda bandaríska forsetann og Hvíta húsið í Washington handtóku í gærkvöld mann sem komist hafði yfir girðinguna í kringum húsið. Hann hafði þá komist alla leið að inngangi að íbúð Trumps Bandaríkjaforseta, sem var á staðnum. Maðurinn var með bakpoka, en var ekki vopnaður, að sögn talsmanna leyniþjónustunnar. Hann var handtekinn umsvifalaust.

Óboðnir gestir hafa áður komist yfir girðinguna í kringum Hvíta húsið, þótt það eigi að vera eitt af öruggustu húsum í heimi. Árið 2014 komst maður að nafni Omar Gonzales inn í húsið sjálft, vopnaður hnífi. Hann var handtekinn um leið og hann kom inn. Þáverandi forseti, Barack Obama og fjölskylda hans voru ekki stödd í Hvíta húsinu þá. 

Björn Malmquist
Fréttastofa RÚV