Handtekinn aftur og færður í varðhald

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Landsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á föstudag og verður karlmanni um tvítugt, sem grunaður er um tilraun til manndráps á unnustu sinni, því gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 22. nóvember.

Maðurinn var handtekinn á vettvangi miðsvæðis í Reykjavík um þar síðustu helgi í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á alvarlegri líkamsárás og í kjölfarið úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði síðan fram kröfu í héraðsdómi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli almannahagsmuna, en henni var hafnað. Þeim úrskurði hefur nú verið snúið við í Landsrétti og hefur maðurinn þegar verið handtekinn og færður í gæsluvarðhald.

Magnús Geir Eyjólfsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi