Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Handmaid's Tale hlaut fimm Emmy-verðlaun

The Handmaid's Tale  -- "Faithful" -- Episode 105 --  Serena Joy makes Offred a surprising proposition. Offred remembers the unconventional beginnings of her relationship with her husband. Janine (Madeline Brewer), left and Offred
 Mynd: Hulu

Handmaid's Tale hlaut fimm Emmy-verðlaun

18.09.2017 - 03:52

Höfundar

Saga þernunnar, eða The Handmaid's Tale, stóð uppi sem sigurvegari á Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt. Þáttaröðin var valin sú besta í flokki dramaþátta, handrit þáttanna voru talin þau bestu, besta leikstjórn dramaþátta og leikkonur í aðal- og aukahlutverkum hlutu einnig verðlaun.

Þær Ann Dowd og Elisabeth Moss hlutu verðlaun fyrir hlutverk sín í The Handmaid's Tale. Þáttaröðin er byggð á skáldsögu eftir kanadíska rithöfundinn Margaret Atwood frá 1985. Þáttaröðin gerist í náinni framtíð þar sem fæðingartíðni hefur hrakað og konur eru valdar til þess að ala mönnum börn.

Julia Louis-Dreyfus var valin besta leikkona í aðalhlutverki gamanþáttaraðar fyrir hlutverk sitt í Veep, sem urðu einmitt fyrir valinu sem bestu gamanþættirnir. Saturday Night Live sankaði að sér fjórum verðlaunum í flokki gamanþátta með stuttum leiknum atriðum. Þau Alec Baldwin og Kate McKinnon hlutu verðlaun fyrir hlutverk sín sem Donald Trump og Hillary Clinton í þáttunum og þá hlaut þátturinn verðlaun fyrir handrit og sem besta þáttaröðin í sínum flokki.

Listi yfir alla verðlaunahafa kvöldsins er eftirfarandi:
Besta þáttaröð - drama: The Handmaid's Tale
Besta þáttaröð - gaman: Veep
Besta stutta þáttaröð: Big Little Lies
Besta sjónvarpsmynd: Black Mirror: San Junipero
Besti leikari í þáttaröð - drama: Sterling K. Brown - This Is Us
Besta leikkona í þáttaröð - drama: Elisabeth Moss - The Handmaid's Tale
Besti leikari í þáttaröð - gaman: Donald Glover - Atlanta
Besta leikkona í þáttaröð - gaman: Julia Louis-Dreyfus - Veep
Besti leikari í stuttri þáttaröð: Riz Ahmed - The Night Of
Besta leikkona í stuttri þáttaröð: Nicole Kidman - Big Little Lies
Besti aukaleikari í þáttaröð - drama: John Lithgow - The Crown
Besta aukaleikkona í þáttaröð - drama: Ann Dowd - The Handmaid's Tale
Besti aukaleikari í þáttaröð - gaman: Alec Baldwin - Saturday Night Live
Besta aukaleikkona í þáttaröð - gaman: Kate McKinnon - Saturday Night Live
Besti aukaleikari í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd: Alexander Skarsgård - Big Little Lies
Besta aukaleikkona í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd: Laura Dern - Big Little Lies
Besti spjallþáttur: Last Week Tonight With John Oliver
Besti þáttur með stuttum gamanatriðum: Saturday Night Live
Besta raunveruleikaþáttaröð: The Voice
Besta leikstjórn þáttaraðar - drama: The Handmaid's Tale
Besta leikstjórn þáttaraðar - gaman: Atlanta
Besta leikstjórn stuttrar þáttaraðar eða sjónvarpsmyndar: Big Little Lies
Besta leikstjórn þátta með stuttum gamanatriðum: Saturday Night Live
Besta handrit þáttaraðar - drama: The Handmaid's Tale
Besta handrit þáttaraðar - gaman: Master of None
Besta handrit stuttrar þáttaraðar eða sjónvarpsmyndar: Black Mirror
Besta handrit spjallþáttar: Last Week Tonight With John Oliver