Hanastél kveður laugardaga með sveitaballi

Mynd með færslu
 Mynd: Bergsteinn Sigurðsson - Þórður Helgi Þórðarson

Hanastél kveður laugardaga með sveitaballi

26.03.2016 - 14:56

Höfundar

Útvarpsþátturinn Hanastél fer í loftið í dag klukkan 17:02 í síðasta skipti á laugardegi. Björg Magnúsdóttir sest í sætið góða með Dodda sínum og saman ætla þau að halda sveitaball. Arnar Eggert Thoroddsen, poppfræðingur talar um þessa tegund tónlistar, sveitaballapopp og ræðir sveitaballa hljómsveitir. Skemmtilegasti gestur Stélsins, Sólmundur Hólm mætir að sjálfsögðu í lokaþáttinn og þekur sveitaballasnilld.

Bergsveinn Arelíusson úr hljómsveitinni Sóldögg, Karl Örvarsson úr Stuðkompaníinu (og fleiri sveitum), Hreimur Örn Heimisson úr Landi og Sonum (og fleiri sveitum) og meistarinn sjálfur Heilagur Bjöss (Helgi Björnsson) segja sveitaballarokksögur úr bransanum.

Að sjálfsögðu heyrum við eingöngu hljóma sveitaballasveita í þætti dagsins.

Í spurningarkeppninni verður eingöngu spurt um ... já rétt, sveitaballasveitatexta.