Hán beygist í hvorugkyni

Mynd: RÚV / RÚV

Hán beygist í hvorugkyni

20.08.2019 - 06:50

Höfundar

Persónufornafnið hán er frekar nýtt í málinu. Hán vísar til kynsegin fólks sem er fólks sem hvorki skilgreinir sig karlkyns né kvenkyns eða skilgreinir sig með öðrum hætti utan kynjatvíhyggju.

Hán er hvorugkynsfornafn og beygist í hvorugkyni: Hér er hán, um hán, frá háni, til háns.

Orðið og beyging þess var hluti af kennsluefni í beygingarfræði við Háskóla Íslands um nokkurt skeið. Hán hefur þó ekki enn ratað í íslenskar orðabækur og algengustu hjálpargögn um íslenskt mál á netinu.

Málfarsmínútan er flutt í Samfélaginu á Rás 1 þrisvar í viku.