Hamingja Íslendinga eykst

Mynd með færslu
 Mynd:

Hamingja Íslendinga eykst

20.03.2013 - 15:54
Íslendingar eru hamingjusamari en í fyrra og í hitteðfyrra þegar hamingja þeirra náði sögulegu lágmarki. Meðalhamingja landsmanna er 7,5 af tíu mögulegum samkvæmt nýrri könnun sem gerð var á vegum Landlæknisembættisins.

Hamingjan hefur þó ekki enn náð fyrri hæðum en frá 1990 hafa Íslendingar mælst með hamingjusömustu þjóðum heims. Meðalhamingjan hefur verið um eða yfir átta af tíu mögulegum.

Atvinnuleysi getur dregið úr hamingju samkvæmt könnuninni. Þá eru þeir sem eiga erfitt með að ná endum saman óhamingjusamastir. Þeir sem eru giftir eða eiga náin tengsl við aðra eru að meðaltali hamingjusamari.

Tengdar fréttir

Mannlíf

Dagur tileinkaður hamingju