Hamas missti 200 til 300 menn

01.11.2010 - 14:01
Mynd með færslu
 Mynd:
Háttsettur fulltrúi Hamas-samtakanna viðurkenndi í dag að á milli 200 til 300 liðsmenn samtakanna hefðu fallið í stríðinu við Ísraelsmenn á Gaza fyrir tæpum tveimur árum. Þetta er mun meira mannfall en Hamas-samtökin hafa til þessa haldið fram, en þau sögðu að einungis 48 liðsmenn samtakanna hefðu fallið í stríðinu á Gaza.

Það var Fathi Hammad, sem titlaður er innanríkisráðherra Hamas, sem greindi frá þessu í viðtali við arabíska blaðið Al-Hayat og sagði að fleiri fylkingar Palestínumanna hefðu misst fjölda manna í stríðinu. Ísraelsmenn segja að hátt í 1,200 Palestínumenn hafi fallið í árásunum á Gaza, en ísraelsk og palestínsk mannréttindasamtök segja um 1,400 hafa fallið meirihlutann almenna borgara.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi