Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

HAM - Gulli Falk - Steppenwolf - LITH og Garg!

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

HAM - Gulli Falk - Steppenwolf - LITH og Garg!

30.06.2017 - 16:35

Höfundar

Allt þetta og miklu meira kemur við sögu í Füzz í kvöld, en í Füzz er spilað rokk.

Gestur Fuzz í kvöld er Jakob Þór Guðmundsson söngvari og gítarleikari þungarokshljómsveitarinnar LITH sem spilar á Gauknum í kvöld ásamt Röskun frá Akureyri.

Jakob er síhærður og síðskeggjaður náungi sem er búinn að vera að rokka frá blautu barnsbeini.

Plata þáttarins er nýja platan frá HAM; Söngvar um Helvíti mannanna sem er nýkomin út og hefur verið að fá frábæra dóma.

Ég ætla svo að spila A+B með Steppenwolf og við fáum GARG-fréttir frá Garg.is, en Garg.is er fréttasíða og lifandi gagnagrunnur um allt sem viðkemur rokktónlist. Fréttir, plötudómar, sögur hljómsveita og aðrar greinar. Skrifaðar af aðdáendum fyrir aðdáendur.

Og það sem ég er búinn að týna til er allt mögulegt, Rival Sons, Amazons, Gaslight Anthem, Blue Oyster Cult, Cheap Trick, Deep Purple, Ramones, Troggs, Smithereens, Grand Funk Railroad, Van Halen, Thors Hammer, Röskun, John Fogerty, Foreigner, Lynyrd Skynyrd ofl. Það var mikill metall í síðasta þætti en í dag er það meira SJÖtugs (70´s).

Gítarhetjan Gulli Falk kemur lítillega við sögu og svo betur síðar en hann lést í gær eftir erfiða glímu við krabbamein.

Gulli var góður maður, góður tónlistarmaður og frábær gítarkleikari. Hann var skemmtilegur, kurteis, samkvæmur sjálfum sér - vissi hvað hann vildi og hvað hann vildi ekki. Gulli Falk var gítarhetja og frumkvöðull. Ég votta aðstandendum samúð mína.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og það gleður hann að segja frá því að allir þættirnir sem búið er að útvarpa eru komnir í Hlaðvarp RÚV og í Podcastið á I-tunes þar sem hægt er að gerast áskrifandi að þáttunum.
Óli er með netfangið [email protected] - ef það er eitthvað...

Tengdar fréttir

Tónlist

Rokk og meira Rokk og Metall

Tónlist

Eldraunir og þessi þungu högg...

Tónlist

Lára Ómars og rokk + Strokes og Van Halen ofl.

Tónlist

Sólstafir – Einar Hatari og Ronson