Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Halla býður sig fram til forseta

17.03.2016 - 15:10
Halla Tómasdóttir tilkynnti formlega í dag að hún bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Á fundi á heimili sínu klukkan þrjú í dag sagðist hún vilja búa í samfélagi jafnréttis og jafnra tækifæra. Þá ræddi hún mikilvægi menntunar og þess að virkja frumkvöðlakraft þjóðarinnar. Hún sagðist sjá fyrir sér að Bessastaðir verði opnir og þar verði staðið fyrir þjóðþingum um stóru málin. Halla er annar af tveimur stofnendum fjármálafyrirtækisins Auðar Capital.
Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV