Halda námskeið til að hvetja stelpur áfram í tónlist

Mynd: Núllstilling / Unnsteinn Manúel

Halda námskeið til að hvetja stelpur áfram í tónlist

30.03.2020 - 17:39
Námskeiðið Snælda er ætlað ungum tónlistarkonum á aldrinum 16-20 ára. Unnsteinn Manuel tónlistarmaður, og einn forsprakki Snældu, var gestur Núllstillingar í dag þar sem hann sagði betur frá námskeiðinu.

Námskeiðið Snælda er undir handleiðslu bræðranna Unnsteins Manuels Stefánssonar og Loga Pedro Stefánssonar auk tónlistarkonunnar Jófríðar Ákadóttur. Á námskeiðinu eru þátttakendum kennd undirstöðuatriði í Ableton live forritinu, leiðbeint til við tónlistarsköpun auk þess sem stelpurnar á námskeiðinu fá innsýn í tónlistarbransann frá faglegu sjónarhorni.

Þetta er í þriðja sinn sem námskeiðið er haldið, í ár verður það haldið dagana 22. - 27. júní í Reykjavík. Unnsteinn segir að á þessum þremur árum sem námskeiðið hefur verið haldið hafi staða kvenna í tónlist breyst að einhverju leyti en segir þó að bransinn breytist ekki af sjálfu sér.

Það er auðvitað heilmikil umræða en umræðan eitt og sér er ekkert nóg, það er líka bara að sjá aðrar stelpur gera,“ segir Unnsteinn.

Hægt er að sækja um á námskeiðinu með því að senda póst á [email protected].

Hægt er að hafa samband við þáttastjórnendur Núllstillingar í gegnum netfangið [email protected], hjá @ruvnull á Instagram og á Facebook-síðu RÚV núll. Hikið ekki við að senda okkur efni og ábendingar.