Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Háhraðaneðanjarðargöng fyrir fólksbíla

19.12.2018 - 23:01
Mynd:  / 
Frumgerð háhraðaneðanjarðarganga var kynnt í Bandaríkjunum í gær. Athafnarmaðurinn Elon Musk svipti hulunni af göngunum og segir þau langþráða lausn á umferðarteppum. Bifreiðar geta ferðast á rúmlega 240 kílómetra hraða á klukkustund um göngin.

Elon Musk er ekki aðeins stofnandi geimferðafyrirtækisins SpaceX og rafbílaframleiðandans Teslu, heldur einnig Boring Company, sem byggði frumgerð ganganna sem kynnt voru í gær. Þau eru um einn komma sex kílómetrar að lengd og fengu sumir gestir að prófa. 

Musk kynnti göngin sem langþráða lausn á umferðarteppum. Bifreiðar verða fluttar með þar til gerðri lyftu niður í göng, sem eiga að mynda einhverskonar neðanjarðarumferðarnet sem má sjá nánar í myndbandinu hér að ofan.

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV