Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Hagavatnsvirkjun varhugaverð

28.10.2012 - 12:40
Mynd með færslu
 Mynd:
Varahugavert er að ráðast í Hagavatnsvirkjun án þess að gera frekari rannsóknir. Virkjunin gæti aukið jarðvegsfok. Þetta kom fram í máli Ólafur Arnalds prófessors í jarðvegsfræði á þingnefndafundi um þingsályktunartillögu um rammaáætlun á föstudag.

Hagavatn liggur að sunnanverðum Langjökli, við eystri Helgafellsjökli. Félagið Íslensk vatnsorka vill að Hagavatn verði virkjað. Það ásamt landeigendum Úthlíðartorfu og sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafa mótmælt því harðlega að virkjunin sé flokkuð í biðflokk í rammaáætlun og vilja að hún fari í nýtingarflokk. Í umsögnum þeirra segir að fimm ára samfelld rannsóknarvinna hafi einungis skilað jákvæðum niðurstöðum, virkjunin muni hefta sandfok og jarðvegseyðingu og bæta loftgæði verulega.

Ólafur Arnalds jarðvegssérfræðingur og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands segir afar mikilvægt að yfirborð Hagavatns haldist stöðugt

Lækki í lóninu á ný þá myndast mjög alvarlegar aðstæður þar sem það getur fokið mjög mikið úr og hugsanlega meira en núna fýkur af svæðinu," segir Ólafur

Í öðru lagi beri jökulá sem renni í vatnið með sér mjög mikið af fokefnum:

Og þar sem að þessi á rynni í væntanlegt lón að þá myndi hún smám saman hlaða undir sig og það myndast aurkeila sem að getur líka fokið alveg feykilega mikið úr. Og þetta eru svona atriði sem verða að liggja afskaplega vel og ljós fyrir áður en lagt er í framkvæmdir af þessu tagi." 

En verði af virkjun verður þá fokið meira en nú er?

Ég segi kannski ekki meira en hún gæti orðið, alla vega sko, er ekki tryggt nema að allar þessar forsendur eru alveg ljósar að fokið minnki verulega og að það taki fyrir þau vandamál að það fjúki af þessu svæði eins og nú gerir."