Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Hagaskóli sigraði í Skrekk - myndskeið

16.11.2015 - 23:17
Mynd: RÚV / RÚV
Hagaskóli bar sigur úr býtum í Skrekk, árlegri hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík. Úrslitin fóru fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Loftið var spennuþrungið þegar borgarstjórinn kynnti úrslitin í kvöld, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

Þetta var í 26. sinn sem Skrekkur er haldinn. 25 skólar tóku þátt og átta skólar kepptu til úrslita. Árbæjarskóli var í öðru sæti og Seljaskóli í því þriðja.

 

verai's picture
Vera Illugadóttir
dagskrárgerðarmaður