Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Hafþór gekk með tvo ísskápa og setti heimsmet

Hafþór gekk með tvo ísskápa og setti heimsmet

19.01.2016 - 07:36
Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunninn ógurlegi, setti nýtt og magnað heimsmet í ítölskum sjónvarpsþætti þar sem hann afrekaði að ganga 20 metra með tvo ísskápa - um hálft tonn - á 19,6 sekúndum. Hann hafði þar betur gegn Zydrunas Savickas frá Litháen. Savickas og Hafþór áttu í harðri keppni um titilinn Sterkasti maður heims fyrir nokkrum árum - þá hafði Savickas betur með aðeins hálfu stigi.

Nokkuð er síðan upptökur fóru fram á þættinum en myndskeið, sem sýnir Hafþór setja metið, var sett á YouTube í síðustu viku. Hafþór er í glímubúningi í íslensku fánalitunum með rauða skikkju eins og Ofurmennið. 

Erlendir fjölmiðlar fylgjast grannt með Hafþóri sem slegið hefur í gegn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones - þar leikur hann Fjallið sem gengur milli bols og höfuðs á andstæðingum sínum.  

 

Breaking a Guinness World Record! Another record in the books! #backin2014

A video posted by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on Jan 18, 2016 at 11:18pm PST