Hafnar ásökunum um efnavopnaárás

13.04.2017 - 15:51
In this picture taken on Tuesday, April 4, 2017, victims of the suspected chemical weapons attack lie on the ground, in Khan Sheikhoun, in the northern province of Idlib, Syria. The death toll from a suspected chemical attack on a northern Syrian town
Hlúð að íbúum Khan Sheikhoun sem særðust í efnavopnaárásinni. Mynd: AP - Alaa Alyousef
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands hafnar ásökunum um að sýrlenski herinn hafi gert árás með efnavopnum í byrjun apríl þar sem næstum níutíu manns létust. Þetta sagði hann í viðtal sem AFP fréttaveitan birti í dag. Assad segir að sýrlenski herinn hafi látið öll efnavopn af hendi árið 2013, og myndi þar að auki aldrei nota vopn sem væru á bannlista.

 

Assad sakaði bandaríkjastjórn um að hafa skáldað upp efnavopnaárásina til að hafa tilefni til að ráðast á flugher Sýrlands. Viðtalið við hann er það fyrsta sem birtist eftir að þessi árás var gerð. 

 

Björn Malmquist
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi