Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Hafa lagt hald á tífalt meira LSD

03.09.2014 - 10:17
Mynd með færslu
 Mynd:
Tollverðir hafa haldlagt meira en tífalt fleiri skammta af ofskynjunarlyfinu LSD, það sem af er ári en á síðasta ári. Á þessi ári hafa nærri 8.000 skammtar af eiturlyfing verið haldlagðir en allt árð í fyrra voru þeir 715.

Árið 2010 voru aðeins tíu skammtar haldlagðir en árið 2011 nærri 4.500 skammtar. Í tilkynningu frá Tollstjóra kemur fram að það sé mikið áhyggjuefni ef þessi þróun haldi áfram, því neysla LSD geti haft í för með sér sál- og geðrænar afleiðingar. LSD-skammtarnir hafa borist til landsins með póstsendingum. LSD-skammtarnir eru á pappír sem búið er að mála á litríkar myndir, meðal annars af Bítlunum og tónlistarmanninum Jimi Hendrix.  Þá hafa tollverðir haldlagt 49 grömm af LSD-dufti það sem af er árinu.